Eldgos



Þekkt eldfjöll
Vesúvíuz er þekkt eldfjall á Ítalíu, það er um það bil 9km frá borginni Napólí á sunnaverðri Ítalíu. Vesúvíuz er eitt af þremur stórum eldfjöllum á Ítalíu ásamt Etnu og Strombólí. Vesúvíus er þekkt fyrir gosið árið 79 eftir krist. En þá gaus Vesúvíuz og eyðilagði rómversku borgirnar Pompeii og Herculaneum.
Mount Fuji á Honshu eyjunni í Japan er bæði stærsta fjall Japan og virk eldstöð. Það gaus síðast árið 1707. Fjallið stendur um það bil 100 km vestur af Tokyo og oft er hægt að sjá það frá Tokyo á björtum degi. Fjallið er einn af aðal túrista stöðunum í Japan og fjallið mikið tekið fyrir í málverkum eða ljósmyndum.
Mauna Loa er staðsett á sunnanverðri Hawai‘i eyjunni í Hawaii. Eldfjallið er talið það stærsta í heimi. Þetta er mjög virk eldstöð og er þetta bara eitt af 5 stórum virkum eldfjöllum á Hawaii. Hawaii liggur á heitum reit alveg eins og Ísland. Mauna Loa er umþb 4000m yfir sjávarmáli en fjallið nær aðra 5000m undir sjávarmáli sem gerir það hærra en hæðsta fjall heims Mt. Everest í Nepal.